Aðra vikuna í röð kom 2. vinningur í Vikinglotto til Ís­lands. Nú voru það hjón á efri árum sem unnu en í síðustu viku var það 24 ára gamall karl­maður sem hafði heppnina með sér. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Ís­lenskri get­spá.

Þar segir að eig­endur miða sem færði þeim um 17.6 milljóna vinning hafi gefið sig fram hjá Get­spá.

„Þetta eru full­orðin hjón og voru þau al­deilis lukku­leg með vinninginn og áttu raunar bágt með að trúa því að lukkan hefði bankað upp á hjá þeim. Eigin­maðurinn kaupir oft miða, vill vera með og styrkja gott mál­efni í leiðinni. Þau hjónin búa í göngu­færi við Kringluna og þangað fær hann sér göngu­túra og kemur oft við í Happa­húsinu en þar keypti hann ein­mitt miðann góða sem færði þeim hjónum fjár­hags­legt öryggi til elli­áranna,“ segir í til­kynningu.

Starfs­fólk Get­spár/Get­rauna óskar vinnings­höfunum inni­lega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðar­lega miklu máli fyrir ör­yrkja, í­þrótta- og ung­menna­fé­lögin í landinu þar sem þau njóta góðs af sölu Lottó, Vikinglotto og EuroJack­pot.