Söng- og tónlistarkonan geðþekka Greta Salóme gengur með sitt fyrsta barn, en hún opinberaði tíðindi fyrr í kvöld á Facebook síðu sinni.

„Leyndarmálið loksins komið út. Hef verið að vinna að „smá“ verkefni sem verður frumsýnt eftir um 10 vikur,“ segir Greta Salome, og birtir myndir af sér þar sem hún heldur utan um kvið sinn.

Greta Salóme er í sambúð með unnusta sínum, Elvari Þór Karlssyni, en þau hafa verið saman í rúmlega tólf ár og trúlofuð síðan í janúar 2018.

Þetta er fyrsta barn þeirra beggja.

Fréttablaðið óskar þeim innilega til hamingju.