Frétta­blaðið frum­sýnir nú nýtt mynd­band sem unnið var í til­efni Óskars­her­ferðar Hús­víkinga. Bæjar­búar í Húsa­vík hafa nú haldið úti her­ferð í rúman mánuð í þeim til­gangi að hvetja Óskar­sakademíuna til að verð­launa lagið Husa­vik – My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga með Will Ferrell og Rachel M­cA­dams í aðal­hlut­verkum.

Það eru leikararnir Sigurður Illugason og Hannes Óli Ágústsson fara með aðalhlutverk í myndbandi þar sem Óskarsakademían er hvött til að veita laginu Husa­vik verðlaun sem besta kvikmyndalagið.

„Það var mikil gleði hér á Húsa­vík þegar til­nefningin kom og það kom í rauninni ekkert annað til greina en að búa til annað mynd­band til stuðnings laginu,“ segir Ör­lygur Hnefill Ör­lygs­son, hótel­stjóri á Húsa­vík og einn skipu­leggj­enda her­ferðarinnar.

Einstakt tækifæri til markaðssetningar

Her­ferðin snerist upp­haf­lega um að hvetja akademíuna til að til­nefna lagið til Óskars­verð­launa sem besta upp­runa­lega lag í kvik­mynd. Þegar í ljós kom um miðjan síðasta mánuð að lagið hefði verið til­nefnt skiptu Hús­víkingar um gír og vinna nú hörðum höndum að því að hvetja Óskar­sakademíuna til að veita laginu gull­styttuna eftir­sóttu. Her­ferðin hefur vakið at­hygli víða um heim og ljóst er að um mikla land­kynningu er að ræða fyrir bæði Húsa­vík og gjör­vallt Ís­land.

„Þetta er ein­stakt tæki­færi til markaðs­setningar á mjög ó­venju­legum tíma, þar sem tveir af stærstu sjón­varps­við­burðum heims, Óskarinn og Euro­vision, mætast í smá­bæ rétt sunnan við heim­skauts­baug,“ segir Ör­lygur.

Örlygur er jafnframt einn stofnenda Eurovision-safnsins sem stendur til að opna á Húsavík í sumar og telur hann ekki ólíklegt að Óskarinn muni fá að kíkja í heimsókn þangað ef lagið hlýtur verðlaunin.

Leikarinn Hannes Óli Ágústsson við upptökur á myndbandinu.
Mynd/Francesco Perini

Þurftu að að­laga sig að sótt­varnar­reglum

Í mynd­bandinu endur­tekur Hús­víkingurinn Sigurður Illuga­son hlut­verk sitt sem hinn eftir­væntingar­fulli Óskar sem er ólmur að fá nafna sinn í Þing­eyjar­sýsluna. Auk hans leikur Hannes Óli Ágústs­son hlut­verk í mynd­bandinu en hann fór með eftir­minni­legt hlut­verk í Euro­vision Song Con­test sem kröfu­harði tón­leika­gesturinn Olaf Yohans­son. Mynd­bandið inni­heldur líka skemmti­lega til­vísun í stærsta Óskars­klúður sögunnar sem átti sér árið 2017 þegar til­kynnt var að röng mynd hefði unnið Óskars­verð­launin sem besta mynd.

Bæjar­búar þurftu að að­laga sig að nú­gildandi sótt­varnar­reglum við upp­tökurnar og fram­leið­endur aug­lýstu meðal annars eftir mann­mörgum fjöl­skyldum til að leika í mynd­bandinu. Óskars­her­ferðin er nú að nálgast há­punkt en verð­launa­af­hendingin fer fram í Los Angeles sunnu­daginn 25. apríl næst­komandi.

„Næstu daga munum við reka harða her­ferð og reyna allt sem við getum og svo kemur þetta í ljós. Við verðum alltaf stolt að lagið hafi náð svona langt en vonum auð­vitað að við löndum sigri á Óskars­nóttu,“ segir Ör­lygur að lokum.

Framleiðendur aug­lýstu meðal annars eftir mann­mörgum fjöl­skyldum til að leika í mynd­bandinu.
Mynd/Francesco Perini
Húsvíkingurinn Sigurður Illugason endurtekur hlutverk sitt sem hinn hressi Óskar í myndbandinu.
Mynd/Francesco Perini