Þýski áhrifavaldurinn Leonie Hanne er alltaf jafn f lott til fara. Hún er óhrædd við að prufa ólík mynstur saman og öðruvísi klæðnað. Hanne fæddist í Hamborg og hefur bloggað um nokkurt skeið á síðu sinni Ohh Couture. Hún með fjölda fylgjenda á Instagram og er reglulegur gestur á öllum helstu tískuvikum. Leonie hefur líka setið fyrir hjá þekktum merkjum á borð við Louis Vuitton, La Mer og Tommy Hilfiger

Á tískusýningu Etro í Mílanó í fyrra.
Hanne með tösku frá Bottega Veneta á tískuvikunni í París.
Leonie er gjörn á að blanda saman ólíkum mynstrum og útkoman er alltaf flott. fréttablaðið/getty
Klædd í Marc Cain á tískuvikunni í Berlín.
Fáir sem geta borið ponsjó jafn vel og Leonie Hannie, en þessir er frá Dior.
Mætt á sýningu Dior, klædd í Dior, á tískuvikunni í París í fyrra.
Leonie er óhrædd við að blanda saman ólíkum litum og mynstrum.
Leonie mætt á sýningu Boss á tískuvikunni í Mílanó.