Janúar er mánuðurinn sem gjarnan er kallaður veganúar og ís­lenskum græn­kerum fjölgar ár hvert. Fjöl­breytni af græn­kera­réttum og vist­vænni mat­vöru fer ört vaxandi og hefur aldrei verið meiri. Ve­gan­gerðin er eitt frum­kvöðla­fyrir­tækið sem fram­leiðir græna ís­lenska mat­vöru án dýra­af­urða.

Frum­kvöðlarnir Atli Stefán Yngva­son og Kristján Thors stofnuðu og eiga Ve­gan­gerðina. Þeir leiddu saman krafta sína og þekkingu og eru að fram­leiða og selja vist­væna mat­vöru sem inni­heldur engar dýra­af­urðir úr ís­lensku hrá­efni svo hægt sé að lág­marka kol­efnis­spor. Kristján hefur marga ára reynslu í mat­væla­iðnaði og sér­þekkingu á gerjun, kláraði há­skóla­gráðu í mat­reiðslu við Le Cor­don Bleu í Banda­ríkjunum. Atli Stefán er við­skipta­fræðingur og frum­kvöðull. Tvær vörur hafa verið í þróun hjá fyrir­tækinu síðustu mánuði, té­mpeh úr byggi og Há­tíðar­steik Ve­gan­gerðarinnar.

Frum­kvöðlarnir segjast hafa unnið lengi að þróuninni og ferlið hafi tekið tíma. „Við höfum unnið að þróun á té­mpeh-vörunni í tölu­vert langan tíma og fengum meðal annars styrk úr Upp­sprettunni, ný­sköpunar­sjóði Haga, sem að hefur hjálpað okkur mikið í vöru­þróuninni. Té­mpeh er vist­væn og góm­sæt vara sem er gerjuð úr korn­meti eða baunum og sveppa­gróum,“ segir Kristján.

„Sam­fé­lags­vitund hefur verið að aukast á um­hverfis­á­hrifum mat­væla, eins og kol­efnis­spori við að fram­leiða og flytja þau milli landa. Við viljum taka þátt í náttúru­vernd og stefnum að sjálf­bærri fram­leiðslu með notkun inn­lendra hrá­efna,“segir Atli.

Meira um fram­tíðar­á­ætlanir í vist­væni mat­vöru­fram­reiðslu Atla og Kristjáns hjá Ve­gan­gerðinni í þættinum Matur og Heimili á Hring­braut í kvöld.

Þátturinn Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar er sýndur klukkan 19.00 og fyrsta endur­sýning er klukkan 21.00 í kvöld.