Út­varps­þátturinn Harma­gedd­on mun snúa aftur síðar í þessum mánuði sem hlað­varps­þáttur í á­skrifta­formi. Þátta­stjórn­endurnir Frosti Loga­son og Þor­kell Máni Péturs­son til­kynntu þetta á sam­fé­lags­miðlum á þriðja tímanum í dag.

Harma­gedd­on var lengi vel einn vin­sælasti þáttur landsins en þátturinn var á dag­skrá í fjór­tán ár í út­varpi, fyrst sem síð­degis­þáttur en síðan sem morgun­þáttur síðustu ár.

Á vef Tals um hinn nýja þátt segir:

„Hin kær­leiks­ríki og ó­um­deildi út­varps­þáttur með Frosta og Mána snýr aftur sem hlað­varps­þáttur í á­skrifta­formi. Harma­gedd­on-þættir á­samt auka seríum eins og Enn einn fót­bolta­þátturinn þar sem Máni ræðir um fót­bolta, Spjallað við góða fólkið þar sem farið er yfir hina hliðina á fólkinu sem við köllum góða fólkið og Ó­sýni­lega fólkið þar sem Frosti tekur við­töl við heimilis­lausa Ís­lendinga.“

Á­skriftin mun kosta 1.190 krónur á mánuði.