Goodfellas

Kvikmyndin Goodfellas (1990) í leikstjórn Martins Scorcese er af mörgum talin með betri myndum sem gerðar hafa verið, að minnsta kosti þegar kemur að þessari tegund glæpamynda. Aðalpersónan er Harry Hill og er hann leikinn af þeim stórskemmtilega og hæfileikaríka leikara Ray Liotta, sem því miður kvaddi þessa tilvist fyrir nokkrum dögum.

Liotta var síður en svo fyrsta val Scorceses, en sagt er að Sean Penn, Alec Baldwin, Val Kilmer og Tom Cruise hafi allir komið til tals. Scorcese á að hafa hrifist svo af Ray Liotta í kvikmyndinni Something Wild (1986), í leikstjórn Jonathan Demme, að hann fékk hlutverkið, sem varð stærsta hlutverk hans á leikferlinum.

Goodfellas og Henry Hill

Kvikmyndin Goodfellas er byggð á ævisögunni Wiseguy: A Life in the Mafia Family (útg. 1985) eftir blaðamanninn Nicholas Pileggi, sem sérhæfði sig í umfjöllun um glæpi. Þar segir hann frá ævi Henry Hill og lífi hans í mafíunni og eftir að hann gerðist heimildarmaður lögreglunnar. Henry þurfti því að fara í vitnavernd, en honum líkaði það ekkert sérstaklega. Velgengni kvikmyndarinnar Goodfellas gladdi hann mjög og sagði hann öllum að myndin fjallaði um hann. FBI neyddist þá til að taka hann úr vitnaverndinni.

Kvikmyndin My Blue Heaven (1990) var einnig byggð á lífi Henrys og handritið skrifaði Nora Ephron, eiginkona Nicolas Pileggis.

Gamall vinur í mat

Eitt magnaðasta atriði í kvikmyndinni Silence Of The Lambs er þegar dr. Hannibal Lecter ávarpar dr. Stirling (leikin af Jodie Foster) í klefa sínum og segir: „Ég át lifrina úr honum með breiðbaunum og chianti“ og gefur svo frá sér þetta sturlaða soghljóð og horfir á hana með trylltu augnaráði. Er þetta tilviljanakennd upptalning? Nei, kvikmyndalistin rúmar engar tilviljanir, Hannibal á nefnilega að vera á lyfi sem heitir monoamín oxídasahindrar og er notað gegn þunglyndi. Þeir sem eru á því lyfi mega alls ekki borða lifur, baunir né drekka vín, því það getur verið þeim lífshættulegt. En með þessari yfirlýsingu er hann að láta dr. Stirling vita að hann sé alls ekki að taka lyfin sín ... sem eru mjög slæmar fréttir, sérstaklega þegar Hannibal er annars vegar.

Hannibal

Dr. Hannibal Lecter, leikinn af Anthony Hopkins, er líklega einn af þekktustu karakterum kvikmyndasögunnar. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið í kvikmyndinni Silence Of The Lambs (1991). Í framhaldinu kom kvikmyndin Hannibal (2001) og í henni leikur Ray Liotta í alræmdu atriði. Þar leikur hann Paul Krendler, fulltrúa frá dómsmálaráðuneytinu, sem er í gíslingu dr. Lecters, sem gerir á honum fádæma grimmilegar rannsóknir, sem felast meðal annars í því að höfuðkúpa hans er höfð opin og heilinn því alltaf aðgengilegur.

Þegar dr. Stirling (leikin af Julianne Moore) er í heimsókn hjá dr. Lecter tekur hann hluta af heila Pauls, steikir og gefur honum að borða. En ekki bara hvaða hluta sem er heldur þann sem geymir árásargirnd, því að Hannibal fannst Paul ekki nógu kurteis. Eftir máltíðina var Paul Krendler ekkert nema elskulegheitin.

Þegar dr. Stirling (leikin af Julianne Moore) er í heimsókn hjá dr. Lecter tekur hann hluta af heila Pauls, steikir og gefur honum að borða. En ekki bara hvaða hluta sem er heldur þann sem geymir árásargirnd, því að Hannibal fannst Paul ekki nógu kurteis. Eftir máltíðina var Paul Krendler ekkert nema elskulegheitin.