Fólk

Frjáls­leg og fín í sandölum í Adidas-brúð­kaupinu mikla

Kærustu­parið Ólöf Ósk Óla­dóttir og Jón Svein­björn Jóns­son komu ættingjum og vinum á ó­vart í gær þegar þau fengu sýslu­mann til þess að pússa sig saman heima hjá sér. At­höfnin var á­nægju­leg og sér­lega heimilis­leg þar sem brúð­hjónin voru bæði í sandölum.

Ólöf og Jón tóku frjálsleg til fara á móti grunlausum gestum. Takið eftir sandölunum.

Dagsetningin 12. mars er Ólöfu Ósk Óladóttur og Jóni Sveinbirni Jónssyni sérstaklega kær. Þau kynntust á þessum degi fyrir tveimur árum, fengu húsið sitt afhent sama dag í fyrra og nú er dagurinn einnig brúðkaupsdagurinn þeirra.

Ólöf Ósk kallar brúðkaupið Adidas-brúðkaupið mikla þar sem bæði voru þau í sandölum við athöfnina. Frjálsleg og fín. Hann í sokkum. Hún berfætt. „Ég ákvað nú að hoppa í einhvern kjól en ég vildi nú samt að ég hefði valið mér eitthvað annað,“ segir brúðurinn berfætta og hlær.

Brakandi fersk brúðhjónin fengu húsið sitt afhent 12. mars 2017 og þar létu þau gefa sig saman sléttu ári síðar.

„Við buðum í hitting þar sem það væri ár síðan við fengum húsið afhent. Það er fullt af fólki búið að hjálpa okkur þannig að okkur fannst upplagt að þakka fyrir okkur með boði. Við ákváðum svo bara í hádeginu að hafa brúðkaupstertu þannig að við þurftum að keyra á milli öllum bakaríum bæjarins.“

„12. mars er dagur sem við ætlum að halda í,“ segir Ólöf Ósk sem hikaði því ekki við að ganga að eiga Jón sinn á mánudegi. „Við erum svo heppin að Sigurður Hafstað, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, er æskuvinur mannsins míns úr Mosfellsbæ og hann tók að sér að koma heim. Annars gifta þeir bara á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum klukkan eitthvað ákveðið.“

Vitaskuld kom það gestunum skemmtilega á óvart þegar sýslumaðurinn birtist og og ljóst var í hvað stefndi. Þegar Sigurður sýslumaður hafði lögbundið samvistir hjónanna blandaðist hann í gestahópinn, settist niður og fékk sér tertusneið. Enda æskuvinur gumans.

Ólöf Ósk segist lítið vera fyrir að flækja hlutina í lífinu og þar sem hún er búinn að finna þann eina rétta hafi þau ákveðið að drífa í að gifta sig eftir tveggja ára ljúf kynni. „Frændi minn einn sagði að góðir hlutir gerist hratt en frábærir hlutir gerist ennþá hraðar.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Ég er meira svona New York

Fólk

Tekst á við stórar áskoranir

Fólk

Náttúruvæn og rafræn jólagjafahandbók S4S

Auglýsing

Nýjast

Fékk alvarlegar hótanir og lögregla vaktaði húsið

Kim við Dra­ke: „Aldrei hóta eigin­manninum mínum“

ESB-bol Þor­gerðar Katrínar mis­vel tekið á þingi

Pólitískur undir­tónn í ein­stakri fata­línu Myrku

Breska konungs­fjöl­skyldan birtir jóla­korta­myndirnar

Blómin tala sig upp í met­sölu með Flóru Ís­lands

Auglýsing