Í dag hefst femínsk kvik­mynda­há­tíð í Reykja­vík, Feminisk Film Festi­val í annað sinn. Eins og svo margt annað þá fer há­tíðin að þessu sinni að mestu fram á netinu.

„Það er núna 20 manna sam­komu­bann en flestir við­burðirnir eru samt á netinu,“ segir Lea Ævars, ein skipu­leggj­enda í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Við erum að reyna að sýna efni og kvik­myndir sem eru ekki í „main­stream“ eða flestir horfa á. Það er fyrst og fremst verið að sýna raun­veru­leikann eins og hann er og sýna steríó­týpur fram­tíðarinnar, ef þannig er hægt að taka til orða. Þetta snýst um að sjá eitt­hvað öðru­vísi og út fyrir kassann,“ segir Lea.

„Líkt og í fyrra verða á boð­stólum kvik­mynda­verk eftir konur hvaða­næva að úr heiminum; Frakk­landi, Þýska­landi, Ís­landi, Egypta­landi, Kýpur, Portúgal, Ísrael, Ástralíu, Noregi og fl. Auk þessa verða við­töl og panelar á­samt Q&A sett á Vlog-há­tíðarinnar“ og að sýndar verði femínskar kvik­myndir og lögð á­herslu á kvik­myndir sem eru öðru­vísi, með fjöl­breyttum kven­hlut­verkum og karakterum sem gefa tæki­færi „til að um­bylta fyrir­sjáan­legum kynja­miðuðum normum. Fyrir okkur fjallar femín­ismi um jafn­rétti fyrir alla.“

Til vinstri er Nara Walker og til hægri Lea Ævars. Þær skipuleggja hátíðina í sameiningu.
Mynd/Sunna Ben

Öllum boðið frítt í bíó

Í til­kynningu frá há­tíðinni segir að í ár verði öllum Ís­lendingum boðið frítt í bíó heima í stofu.

„Það er því engin af­sökun til að taka ekki þátt heima í stofu með popp og kók,“ segir Lea.

Hún segir að það sé mjög erfitt að velja úr það séu svo margar góðar myndir til sýningar á há­tíðinni.

„Ég er búin að horfa á þær allar. En opnunar­myndin, Port Aut­ho­rity, er svo frá­bær að ég er búin að horfa á hana þrisvar sinnum. Ég er sjúk­lega ást­fangin af þessari mynd. Síðan er Snu frá Portugal. Þetta er ástar­saga sem er byggð á sann­sögu­legum at­burðum. Papiche og Cocoon eru báðar um stelpur sem eru að leita að sínum stað í heiminum,“ segir Lea.

Hún telur einnig upp heimilda­myndirnar Lift like a Girl frá Egypta­landi, sem er loka­myndin á há­tíðinni. Big vs. Small sem Lea segir alveg ó­trú­lega.

„Þú heldur að þú getur klifið öll fjöll eftir að hafa horft á hana.“

Pólskt horn á hátíðinni

Þá segir hún einnig mjög spennandi að á há­tíðinni er pólskt horn þar sem hægt verður að horfa á pólskar myndir heimildar- og teikni­myndir auk þess sem það verður boðið upp á þá nýjung að hlusta á heimildar­mynd [e. sound docu­mentary].

„Þetta er á­huga­vert,“ segir Lea.

Þá er verið að heims­frum­sýna ör­þátta­röð eftir Júlíu Margréti Einars­dóttur sem heitir Norms.

„Ég er ekki búin að sjá alla seríuna en ég er mjög spennt,“ segir Lea.

Á há­tíðinni eru þó nokkur mál­þing, meðal annars um töku­konur, birtingar­mynd LGT­BQI+ sam­fé­lagsins í sjón­varpi og kvik­myndum og sér­stakt mál­þing um of­beldi í nánum sam­böndum. Þá er kvik­mynda­gerðar­konan Halla Kristín Einars­dóttir heiðurs­verð­launa­hafi há­tíðarinnar í ár.

„Það eru á­huga­verðir panelar, eins og Fabúlera, með Gabrielle Kel­ly. Það er stutt­mynda­nám­skeið. Það verður breyting frá því síðast þar sem allir þátt­tak­endur fá „one on on“ með henni en svo verður mál­þing með henni á laugar­daginn. Það er opið öllum og fjallar um stutt­myndir. Þar verður kona sem starfar fyrir Sundance-há­tíðina og ætlar að segja frá sínu starfi auk tveggja rit­höfunda,“ segir Lea Ævars.

Nám­skeiðin sem eru í boði eru bara fyrir konur eða þau sem upp­lifa sig sem konur.

„Þetta er há­tíð til að auka sýni­leika kvik­mynda­kvenna,“ segir Lea.

Á heima­síðu há­tíðarinnar er hægt að skoða myndirnar sem eru í boði og horfa á þær. Há­tíðin hefst í dag og stendur til sunnu­dagsins, 17. janúar.