Lífið

Frið­rik Dór steggjaður fyrir komandi Ítalíu­brúð­kaup

Nánustu vinir tón­listar­mannsins steggja hann í dag. Frið­rik gengur að eiga unnustu sína, Lísu Haf­liða­dóttur, í sumar­brúð­kaupi á Ítalíu á næsta leiti.

Friðrik lék tónlist sína í Haukatreyjunni fyrir framan um 100 manns og stökk svo í sjóinn á bleikri skýlu. Myndir/Vinir Friðriks

Vinir tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar eru að steggja hann í dag en hann gengur í hnapphelduna á næsta leiti. Friðrik mun ganga að eiga unnustu sína, Lísu Hafliðadóttur, í sumarbrúðkaupi á Ítalíu. 

Auglýstir voru tónleikar í morgun þar sem sagt var að Friðrik kæmi fram við Pylsubarinn í Hafnarfirði. Þar var því lofað að 100 fyrstu sem mættu myndu fá fríar pylsur og að Gunni og Felix myndu halda uppi fjörinu sömuleiðis. Tónleikarnir voru liður í steggjun söngvarans en fjöldi var samankominn, þrátt fyrir stuttan fyrirvara, til að berja hann augum í góða veðrinu.

Friðrik mætti klæddur í rauðum litum og treyju íþróttafélagsins Hauka á svið. Honum hefur eflaust ekki liðið svo vel í henni en eins og margir vita er hann einn dyggasti stuðningsmaður FH, erkifjenda Haukanna í Hafnarfirði.

Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir ganga að eiga hvort annað í brúðkaupi á Ítalíu í sumar.

Risabrúðkaup í Toskanahéraði

Að tónleikum loknum stökk Friðrik í sjóinn frá Hafnarfjarðarbryggju í bleikri sundskýlu. 

Nánustu vinir tónlistarmannsins komu að steggjuninni en þeir Benedikt Valsson, Jón Jónsson bróðir hans, Skúli Jón Friðgeirsson, Þorkell Máni Pétursson voru meðal þeirra, auk fleiri vina hans.

Um hundrað gestir verða viðstaddir þegar Friðrik og Lísa ganga að eiga hvort annað í fallegu umhverfi á vínekru í Toskanahéraði á Ítalíu. Parið kvaðst hafa verið byrjað að skipuleggja brúðkaup hér heima þegar upp kom sú hugmynd að halda það erlendis.

Bæði elska ítalskan mat, vín og menningu og lá það í augum uppi hvaða staður yrði fyrir valinu. „ Í framhaldinu ákváðum við henda okkur í djúpu laugina og kýla á þetta. Við sjáum vonandi ekki eftir því,“ sögðu þau í samtali við Glamour fyrr á árinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Tourette-uppi­stand til styrktar góð­gerðar­sam­tökum

Menning

Efna til hand­rita­sam­keppni fyrir hljóð­bækur

Kynningar

Léttum fólki lífið

Auglýsing

Nýjast

Dorma býður frábært úrval fermingarrúma

Bræður geðhjálpast að

Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram

Reyndi að komast um borð í flugvél nakinn

Dæm­ir um trú­v­erð­ug­­leik­a þekktr­a kvik­­mynd­a­­sen­a

Lands­liðs­maður í fót­bolta selur kveðjur

Auglýsing