Sjón­varps­maðurinn Gulli Helga kom Söndru O­cares heldur betur vel á ó­vart í dag þegar hann fékk tón­listar­manninn Frið­rik Dór til að halda einka­tón­leika í ný­upp­gerðu húsi hennar sem verið hefur í for­grunni í nýjustu þátta­röðinni af Gulli byggir.

„Ég er mikill að­dáandi svo þetta sló al­gjör­lega í gegn,“ segir Sandra létt í bragði í sam­tali við Frétta­blaðið. „Gulli er búinn að vera að grínast svo mikið í mér af því að ég er svo mikill að­dáandi,“ segir hún létt í bragði.

Frikki tók að sjálf­sögðu sína helstu smelli og ó­hætt að segja að koma tón­listar­mannsins hafi komið Söndru vel á ó­vart, enda ekki á hverjum degi sem Frið­rik Dór birtist heima í stofu.