Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans, Lísa Hafliðadóttir, eignuðust sína þriðju dóttur fyrr í mánuðinum.
Friðrik Dór birti fallega mynd af sér með ríkidæminu á Instagram-síðu sinni í morgun.
Fyrir eiga Lísa og Friðrik Dór tvær dætur, Ásthildi og Úlfhildi.
Friðrik Dór greinir einnig frá öðru nýju afkvæmi, nýjustu plötu hans DÆTUR, sem kemur út á miðnætti í kvöld.
„Líf og fjör, gaman saman.“