Banda­ríski leikarinn James Michael Tyler er látinn, 59 ára gamall, eftir harða bar­áttu við krabba­mein.

Tyler var þekktastur fyrir að leika kaffi­bar­þjóninn Gunt­her í sjón­varps­þáttunum Fri­ends.

Í til­kynningu frá um­boðs­manni Tyler segir að hann hafi látist frið­sam­lega á heimili sínu í Los Angeles í morgun. „Ef þú hittir hann einu sinni eignaðistu vin að ei­lífu,“ segir í til­kynningunni.

Tyle greindist með krabba­mein í blöðru­háls­kirtlinum árið 2018 en það dreifði sig síðan inn í bein. Í júní var greint frá því að hann væri lamaður fyrir neðan mitti vegna krabba­meinsins.

Ljósmynd/NBC

Tyler kom fram í ný­legum endur­funda­þætti Fri­ends á HBO Max, talaði hann þar við vinina í gegnum Zoom. „Ég vildi taka þátt í þessu. Upp­haf­lega átti ég að koma á sviðið og vera með þeim og taka þátt í gleðinni,“ sagði Tyler í við­tali við Today morgun­þáttinn í júní.

„Það var mín á­kvörðun að gera það ekki og koma þess í stað fram á Zoom, ég vildi ekki að allir sæju hvernig ég væri orðinn. Ég vildi ekki að þátturinn myndi snúast upp í „Ó, Gunt­her er með krabba­mein“.“

Mark­miðið hans er nú að vekja at­hygli á sjúk­dómnum. „Mark­miðið mitt var að verða 59 ára. Það tókst í maí. Núna er mark­miðið mitt að vonandi hjálpa ein­hverjum með því að koma fram með þetta,“ sagði Tyler í sumar.