Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari er nú staddur á í svokallðri detox-ferð á heilsuhóteli í Póllandi, ásamt Helgu Möller söngkonu og fleiri íslendingum. Friðrik hefur gefið fylgjendum sínum á Instagram innsýn inn í ferðina, þar sem hann sýnir til að mynda frá hollum græntmetisréttum, göngutúrum í fallegri pólskri náttúru og nýtur sín í infrarauðri gufu, svo eitthvað sé nefnt. Þá er hann á degi þrjú í ferðinni og segist getað sofið allan daginn, ásamt því að honum finnist margt betra en gras og tilbehör líkt og hann orðar það, eftir góðan göngutúr.

Jónína Ben var þekkt fyrir að halda detox-námskeið fyrir Íslendinga á sama hóteli og Friðik er staddur á í Póllandi,, og eru námskeiðin að sögn Friðriks enn á vegum Íslendinga.

Friðrik Ómar segist getað sofið allan daginn.
Mynd/Skjáskot
Hann segir mjög margt betra en gras og með því eftir góðan göngutúr.
Mynd/Skjáskot
Eins og sést vanda pólsku kokkarnir framsetningu matarins.
Mynd/Skjáskot
Hvað er betra en að fara í infrarauða gufu?
Mynd/Skjáskot