„Ég er breyttur maður eftir þessa upplifun,“ skrifar tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson í færslu á Instagram í gær, eftir að hann horfði á mannhafið sem mætti hinsegin fólki til stuðnings í Gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn laugardag.

„Mér líður eins og ég hafi ekki gert nokkuð af viti fyrr en þarna,“ segir Friðrik og bætir við að hann sé með í kringum sautján sár á tánum, sem er líklega eftir hælaskóna sem hann klæddist í göngunni, og segir það sé allt þess virði.

Friðrið Ómar birti meðfylgjandi myndir í færslunni, þar sem hann og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars voru afar glæsilegir klæddur kjólum, í hælaskóm brosandi út að eyrum.