Frið­rik Dór Jóns­son og Lísa Haf­liða­dóttir eignuðust dótturina Úlf­hildi þann 13. nóvember síðast­liðnum. Frá þessu er greint á mbl.is en um er að ræða þeirra annað barn. Þau eignuðust fyrstu dóttur sína, Ást­hildi árið 2013.

Haft er eftir Frið­riki í barna­blaði Morgun­blaðsins að Ást­hildur hafi verið nefnd í höfuðið á móður hans. „Úlf­hildur sá um þetta sjálf, fékk enga að­stoð for­eldra sinna, því hún skellti sér í heiminn á af­mælis­degi ömmunnar,“ er haft eftir söngvaranum fræga.

„Við erum því ný­orðin fjög­urra manna fjöl­­skylda og það geng­ur rosa vel og litla dam­an vex og dafn­ar.“