Á River Café koma frægðargestir á sviði lista, stjórnmála, tónlistar, kvikmynda og tísku svo eitthvað sé nefnt. Ruth hefur nú komið á óvart með eigin hlaðvarpi þar sem hún tekur þessa frægu gesti í spjall um mat. Þegar gestir hafa rætt um uppáhaldsmatinn eða mat sem þeir þola ekki, lesa þeir upp uppáhaldsuppskriftina sína á River Café. Gestir í nýlegum þáttum eru Paul McCartney, Michael Caine og Victoria Beckham.

Hlaðvarpið nefnist Ruth Rogers, River Cafe Table 4. Það gæti verið áhugavert fyrir íslenska aðdáendur staðarins að leggja við hlustir. River Cafe hefur frá upphafi boðið upp á ítalskan mat en það var einmitt á þessum stað sem Jamie Oliver og April Bloomfield hófu feril sinn.

Gríðarlega vinsæll staður

Meðeigandi Ruth var Rose Gray en hún lést árið 2010 úr krabbameini. River Cafe er staðsett við Thames í Hammersmith og panta þarf borð með löngum fyrirvara. Hlaðvarp Ruth var að mestu tekið upp í Covid-lokunum en hún hefur hug á að halda áfram og Michelle Obama og Joe Biden eru á óskalistunum yfir viðmælendur.