Lífið

Freyja boðar endur­komu Zoo súkku­laði­dýranna

Sælgætisframleiðandinn Freyja ætlar sér að setja á markað svokölluðu Zoo súkkulaðidýr sem eitt sinn fengust einungis í sjoppum til þess að kaupa í bland í poka en áætlanirnar hafa fengið mikil viðbrögð á netinu.

Pétur Thor, markaðsstjóri, segir að Freyja hafi fengið mikil viðbrögð við áætlununum. Fréttablaðið/GVA/Freyja

Sælgætisframleiðandinn Freyja hefur boðað endurkomu svokallaðra Zoo súkkulaðidýra á markaðinn með leyndardómsfullri færslu á Facebook sem hefur hlotið mikil viðbrögð meðal netverja sem flestir lýsa yfir mikilli spennu yfir endurkomunni og giska flestir á að um sé að ræða hin svokölluðu Zoo dýr.

Um er að ræða sérstaka nammitegund sem að sögn Péturs Thors Gunnarssonar, markaðsstjóra hjá Freyju, var eingöngu selt í svokallaðar sjoppur, allt til ársins 2017 þó flestum finnist líkt og enn lengra sé að nammið var á markað.

Fékkst einungis í sjoppum

„Við erum nú ekkert að leyna þessu og ég get alveg sagt þér það ef þú vilt heyra, þó við munum ekki tilkynna þetta opinberlega fyrr en eftir nokkra daga,“ segir Pétur léttur, aðspurður út í hvaða nammi standi til að afhjúpa á næstu dögum, í samtali við Fréttablaðið.

„Zoo dýrin voru hérna á markaði og oftast ópökkuð, með smjörpappír á milli og ein af þessum síðustu vörum sem í gamla daga var afgreidd í sjoppur, í bland í poka og ein af síðustu íslensku vörunum sem enn var framleidd í þessu formi en við hættum því vorið 2017 einfaldlega af því að þeim sölustöðum hafði fækkað svo rosalega.

Margir héldu að við værum löngu hætt þessu, auðvitað af því að sjoppur bara eru ekki eins og þær voru í gamla daga og þær sem enn eru til voru nokkuð fúlar þegar við hættum þessu og við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig við getum komið með þetta til baka síðan þá,“ segir Pétur en boðið verður upp á þrjár bragðtegundir að þessu sinni í súkkulaðidýrin, karamellufyllingu, lakkrísfyllingu og svo hið klassíska zoo bragð.

Eitt af nýju nammidýrunum verður vegan

„Þetta eru í rauninni bara mjólkursúkkulaði, fyllt með svona mjúku kremi, bragðið hefur alltaf verið kallað zoo og þetta hefur aldrei verið kallað neitt annað. En samhliða þessum zoo dýrum ætlum við að gefa út karamelludýr og lakkrísdýr, sem segja auðvitað aðeins betur hver fyllingin er. Zoo dýrafyllingin er ekkert leyndarmál, en það er svona apríkósuferskjubragð af henni og flestir muna eftir úr vinsælu vörunni úr sjoppunum,“ segir Pétur og bendir á að lakkrísdýrin verði vegan.

„Við erum ánægð með það að geta loksins kynnt til leiks nýja vöru sem er vegan en lakkrisdýrin svokölluðu verða vegan og við erum ánægð að geta loksins boðið upp á slíka vöru,“ segir Pétur sem segir jafnframt að viðbrögin hafi verið virkilega góð.

„Fólk hefur verið hrikalega spennt og við prófuðum þetta í hátíðarblöndu um jólin og fengum einmitt nokkur skilaboð þar sem við vorum spurð hvort þetta væri að kom aftur,“ segir Pétur léttur í bragði en Freyja mun kynna klassíska og nýja nammið betur á næstu dögum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Lífið

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Matur

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Auglýsing

Nýjast

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Dásamlegar heimagerðar beyglur

Ás­dís Rán setur Söru Heimis stólinn fyrir dyrnar

Crowninn eins og elsta barnið

Auglýsing