Út­gáfu­degi nýjustu James Bond myndarinnar hefur verið frestað um nokkra mánuði, að því er fram kemur á vef Deadline. Myndin, sem ber nafnið No Time To Die átti að koma út í apríl næst­komandi en mun þess í stað ekki koma út fyrr en í nóvember.

Í til­kynningu frá MGM, Uni­ver­sal og fram­leið­endum myndarinnar, þeim Michael G. Wil­son og Barböru Broccoli, kemur fram að á­kvörðunni byggi á efna­hags­legum for­sendum. Myndin muni því koma út þann 12. nóvember í Bret­landi og 25. nóvember í Banda­ríkjunum.

Í frétt Deadline er sér­stak­lega tekið fram að fram­leið­endur hafi tekið fram að á­kvörðun væri ekki byggð á kóróna­veirufar­aldrinum. Í flest­öllum miðlum, til að mynda En­terta­in­ment We­ekly er því hins vegar slegið fram að á­kvörðunin sé vegna far­aldursins.

Fátt er vitað um sögu­­þráðinn annað en að njósnarinn er í upp­­hafi myndarinnar hættur störfum og staddur í fríi á Jamaíku. Gamall vinur hans, Felix Leit­er, mætir ó­­vænt til hans og biður hann um að­­stoð við að bjarga vísinda­­mönnum.