Breski grín­istinn Jimmy Carr verður ekki með uppi­stand á Ís­landi 2. og 3. septem­ber eins og upp­runa­lega stóð til vegna á­fram­haldandi sam­komu­tak­markanna, segir í til­kynningu frá Senu.

Sýningarnar hans frestast til 9. og 10. mars á næsta ári en það fólk sem var búið að kaupa miða á við­burðinn þurfa ekki að að­hafast því miðarnir gilda sjálf­krafa á nýju dag­setningunum. Þá er hægt að fá endur­greitt ef nýjar dag­setningar henta ekki.