Sér­stökum Fri­ends endur­funda­þætti hefur verið frestað vegna CO­VID-19 heims­far­aldursins en þetta kemur fram í frétt Varie­ty um málið. Þátturinn hefur verið nokkra mánuði í vinnslu en War­nes Bros. og HBO Max stað­festu að þátturinn væri í vinnslu í síðasta mánuði.

Sam­kvæmt heimildum Varie­ty áttu tökur fyrir þáttinn að fara fram í næstu viku en þeim hefur nú verið frestað að minnsta kosti til maí. Warner Bros. og HBO Max hafa þó neitað að tjá sig um málið.

Allir sex vinirnir, Jenni­fer Ani­ston, Cour­ten­ey Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matt­hew Perry og David Schwimmer, munu snúa aftur í þættinum og mun Ben Win­ston leik­stýra. Þá munu aðal­fram­leið­endurnir, Kevin Brig­ht, Marta Ka­uff­man og David Cra­ne, fram­leiða þáttinn auk vinanna.