Gaman­leikarinn vin­sæli Fred Willard er látinn 86 ára að aldri. Willard lék í vin­sælum gaman­myndum á borð við Best in Show, For Your Consi­deration og This Is Spinal Tap. Rolling Stone greinir frá.

Dóttir Willards sendi út yfir­lýsingu um dauðs­fall föður síns: „Faðir minn fór frá okkur í nótt, frið­sæll og á hinum frá­bæra aldri 86 ára. Hann var sí­fellt á hreyfingu, að vinna og gerði okkur hamingju­söm allt til síðustu stundar. Við elskuðum hann afar mikið! Við munum að ei­lífu sakna hans.“

Willi­ard lék einnig í stór­myndinni Waiting for Guff­man og átti hann einnig ó­gleyman­legan leik í auka­hlut­verki í myndunum Austin Powers og Anchorman. Einnig lék hann hlutverk í þáttunum Modern Family.