Banda­ríska leik­konan Jessi­ca Camp­bell er látin að­eins 38 ára að aldri. Leik­konan lést þann 29. desember síðast­liðinn en dánar­or­sök hefur enn ekki verið gefin upp. Hún lætur eftir sig tíu ára son.

Fjöl­skyldu­með­limur Camp­bell sagði í sam­tali við Pa­geSix að Camp­bell hafi starfað við náttúru­lækningar. Daginn sem hún lést hneig hún niður á bað­her­bergi sínu eftir vinnu­daginn og vaknaði ekki aftur.

Camp­bell er lík­lega þekktust fyrir leik sinn í kvik­myndinni Election, þar sem hún fór með hlut­verk Tam­my Metzler árið 1999. Hún lék einnig lúðan Amy Andrews í vin­sælu sjón­varps­þáttunum Freaks and Ge­eks.

Stór­leik­konan Reese Wit­her­spoon vottaði fjöl­skyldu Camp­bell sam­úð sína á Twitter í dag. „Hjarta mitt er í molum eftir að hafa fengið þessar fréttir.“