Enginn annar en Kels­ey Gram­mer, sem þekktastur er fyrir hlut­verk sitt sem Frasi­er, mun koma til með að leika stórt hlut­verk í kvik­myndinni High Expecta­tions sem fram­leidd er af Kristni Þórðar­syni, fram­leiðanda hjá Tru­enorth.

Myndin hverfist um ungan fót­bolta­spilara að nafni Jack sem þarf að takast á við for­tíð föður síns, sem sjálfur er gamall fót­bolta­spilari og eig­andi fót­bolta­liðsins sem Jack spilar fyrir.

Per­sónu­leg átök verða þeirra á milli þegar faðirinn á­kveður að klúbburinn losi sig við hann, sem verður til þess að Jack gengur til liðs við höfuðand­stæðinga klúbbsins. Brátt mætast liðin í úrslitaleik, þar sem allt er undir.

Í fréttum banda­rískra miðla um fram­leiðsluna kemur fram að tökur hafi hafist í At­lanta í dag. Hinn 27 ára gamli Taylor Gray mun fara með aðal­hlut­verkið en Kels­ey Gram­mer mun leika sjálfan föðurinn og því eitt af burðar­hlut­verkum myndarinnar.

Myndin er fram­leidd af Kristni auk fé­laga hans Chris White hjá CDW Films en Jon­a­t­han Sout­hard mun fara með leik­stjórn. Kristinn er einna þekktastur fyrir fram­leiðslu sína á ís­lensku glæpa­þáttunum Brot sem sýndir voru á RÚV fyrr á árinu og þekkjast undir nafninu Val­halla Mur­ders á Net­flix.