Menning

Frakkar verðlauna Einar Má fyrir Íslensku kóngana

Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson hlýtur frönsku Prix Littérature-monde bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Íslenskir kóngar, sem kom út á frönsku fyrr í ár.

Einar Már Guðmundsson bætir enn einni rósinni í hnappagat sitt með Prix Littérature-monde-verðlaununum.

Tilkynnt var um verðlaunin í dag og Einar Már hélt utan í morgun til þess að taka við verðlaununum sem L'Agence française de Développement og hátíðin Étonnants Voyageurs standa fyrir.

Prix Littérature-monde verðlaunar tvær skáldsögur sem gefnar hafa verið út í Frakklandi á síðustu tólf mánuðum og er önnur bókin eftir frönskumælandi höfund og hin er þýðing. Einar Már tekur við verðlaununum á á Café Littéraire Festival Saint-Malo Surprise Travelers á sunnudaginn.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bækur

Íslenskar bækur verða í nýju hljóðbóka-appi

Lífið

Stormfuglar svakalegasta efni sem ég hef fundið

Menning

Bitist um ó­­út­komna bók Einars í London

Auglýsing

Nýjast

Þing­­flokkur Mið­­flokksins át bragga að Norðan

Hug­ar gefa frá sér nýtt lag og tón­list­ar­mynd­band

Ástandið mjög slæmt á Íslandi á stuttum tíma

Haf­þór og Hen­son gengin í það heilaga og halda til Dubai

Selma Blair greind með MS sjúkdóminn

Saga sem er eins og lífið sjálft

Auglýsing