Sjón­varps­þátta­seríurnar Fraiser og Rugrats verða endur­lífgaðar hjá streymis­veitu Paramount+ í náinni fram­tíð. Þessar geysi­vin­sælu seríur fyrir börn og full­orðna slógu ræki­lega í gegn á tíunda ára­tugnum og svo virðist sem á­horf­endur hafi enn ekki fengið sig full­sadda af gríninu.

Banda­ríski leikarinn Kels­ey Gram­mer hefur stað­fest að hann snúi aftur í ó­gleyman­legt hlut­verk Frasi­er Cra­ne. „Ég er fullur til­hlökkunar að fá að deila næsta kafla í lífi Dr. Fraiser Cra­ne með ykkur,“ sagði Gram­mer í sam­tali við BBC.

Ekki er vitað hvort fleiri upp­runa­legir leikarar, á borð við David Hyde Pi­erce í hlut­verki Niles Cra­ne og Jane Lee­ves, í hlut­verki sjúkra­þjálfarans Dap­hne Moon, snúi aftur. Það er þó ljós að John Mahon­ey, sem fór með hlut­verk föður Fraiser, komi ekki fram á ný þar sem hann lést árið 2018.

Upp­runa­legar raddir koma einnig til með heyrast í Rugrats en þættirnir munu taka stakka­skiptum og verða nú tölvu­teiknaðir með CG á­hrifum.