Hver man ekki eftir þegar Phoebe hringdi í Rachel í lokaþætti Friends og tilkynnti að hún yrði að drífa sig úr flugvélinni sem var á leið til Parísar því það væri eitthvað að vinstri fílange, sem kallast víst phalange á ensku.

Svipað atvik átti sér stað á Ibiza í gær þegar farþegar á leið til Manchester fundu skrýtna lykt og fundu hita í veggjunum á vélinni.

Ein kona krafðist þess að fara úr vélinni og önnur fékk kvíðakast og þurfti að leita til lækna.

Vélinni var loks snúið við að flugstöðinni þar sem hún var skoðuð af flugvirkjum áður en hún flaug til Manchester með alla farþegana þar sem hún lenti seint í gærkvöldi.

Jet2 flugfélagið sagði í tilkynningu í morgun að allt þetta havarí væri einum taugaveikluðum farþega að kenna en allt hefði gengið að óskum og flugvélin hefði lent heilu og höldnu án vandkvæða.