Líkamsræktarstöðvar landsins fengu loksins að opna dyr sínar á ný í gær eftir tæplega fjögurra mánaða lokun.
Opnunin er þó með ströngum skilyrðum en aðeins 20 mega koma saman í einu. Það létu þó fjölmargir sjá sig í ræktinni í gær.
Margir landsmenn hafa beðið örvæntingarfullir eftir því að komast aftur á æfingu. Þar á meðal voru landsþekktir Íslendingar sem voru fegnir að geta loksins rifið í lóðin á ný.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra lét sig ekki vanta á líkamsræktarstöðina Granda 101 í morgun.

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason var sáttur að geta loksins lyft lóðum í World Class.

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class á Íslandi tók að sjálfsögðu rosalega æfingu í tilefni opnunarinnar.

Sunneva Einarsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og áhrifavaldur tók á því í morgun.

Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben hélt sig við heimaræktina og notaði freyðivín sem lóð.
