Fjölmennt var á hátíðarfrumsýningu myndarinnar Hvítur hvítur dagur hérlendis í Háskólabíói í gærkvöldi. Myndin er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þetta er þriðja árið í röð sem framleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svansson, hlýtur tilnefningu til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Myndin var upphaflega frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi fyrr á árinu, og hlaut aðalleikarinn Ingvar E. Sigurðsson mikið lof fyrir frammistöðu síðan.

Gestir sýningarinnar voru prúðbúnir og vonum spenntir að sjá loksins þessa einu stærstu og mest umtöluðu íslensku mynd ársins. Meðfylgjandi eru myndir frá frumsýningunni.

Hugleikur Dagsson grínisti og höfundur mætti á frumsýninguna með móður sinni, Ingibjörgu Hjartardóttur, einnig þekkt sem Imba á Tjörn.
Fréttablaðið/Ernir
Tómas Steindórsson ketósnappari og Margrét Erla Maack fjöllistakona og skemmtikraftur
Fréttablaðið/Ernir
Jón Gunnar, Rakel, Rebekka og Mattías.
Leikararnir Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Gísli Örn Garðarsson
Fréttablaðið/Ernir
Gagga Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann
Fréttablaðið/Ernir
Högni Egilsson tónlistarmaður og leikkonan Snæfríður Ingvarsdóttir
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson
Emiliana Torrini, Andri Snær Magnason, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti, og Margrét Sjöfn Torp .
Fréttablaðið/Ernir
Skemmtikrafturinn Sveppi og leikarinn Björn Thors
Fréttablaðið/Ernir
Bjarni og Björk sælleg á frumsýningunni í gær
Fréttablaðið/Ernir
Arnmundur Ernst einn leikara myndarinnar ásamt unnustu sinni, leikaranemanum Elleni Margréti Bæhrenz
Fréttablaðið/Ernir