Co­vid er tími fram­kvæmda. Húsa­smiðjan og Byko, Bau­haus og Múr­búðin keppast við að hafa undan við fram­kvæmdar­gleði Ís­lendinga. Fjöldi frægra er að bæta sínar eignir, jafnt innan sem utan.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair

Bogi hefur sótt um leyfi til að stækka svalirnar sínar á báðum hliðum ein­býlis­húsins síns og stækka hurðar­gat út á svalir á vestur­hlið.

Fréttablaðið/Valli

Heiðar Logi Elías­son, brimbretta­töffari

Heiðar er að fara í breytingar innan­húss á húsi sínu í Kópa­vogi.

Heiðar hefur sótt um leyfi til að breyta innra skipu­lagi sem felst í því að burðar­veggir eru fjar­lægðir, léttir veggir gerðir, koma fyrir bað­her­bergi í rými sem var her­bergi, settur hring­stigi frá 1. hæð niður í kjallara og breyta geymslu í svefn­her­bergi.

Mynd/Elli Thor

Ind­riði H. Þor­láks­son. fyrrum skatt­rann­sóknar­stjóri

Ind­riði vill breytingar á eignar­hluta kjallara.

Fréttablaðið/Anton Brink

Arnar Eggert Thor­odd­sen, popp­fræðingur

Doktor Arnar Eggert Thor­ods­sen, ætlar að setja svalir á suður­hlið húsins síns og koma fyrir hurð, svo hægt sé að stíga út á þær.

Fréttablaðið/Haraldur

Hrannar Björn Arnars­son, fyrrum að­stoðar­maður Jóhönnu Sigurðar­dóttur

Hrannar er að fara byggja við bak­hlið hússins síns og hefur sótt um leyfi til að gera við­byggingu við suð­vestur hlið hússins síns þar sem verður eld­hús og borð­stofa.

Auk þess sem bíl­skúr er stækkaður og breyttur þannig að þar verður vinnu­stofa með eld­húsi og baði.

Mynd/Jón Sigurður

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra

Bjarni hefur fengið leyfi fyrir að byggja úti­geymslu, útisturtu og gróður­hús á lóð sinni í Garða­bæ. Bjarni var áður búinn að fá sam­þykkt að gera smá­hýsi úr stein­steypu undir geymslu og bað.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Dóri DNA, lista­maður

Dóri hefur sótt um og fengið sam­þykkt að gera ör­litlar breytingar á Hverfis­götu þar sem hann hyggst gera veitinga­stað. Hann vildi að af­greiðslu­borð sé fært til.

Tómas Már Sigurðs­son, for­stjóri HS Orku

Tómas ætlar að fara í miklar endur­bætur á lóð sinni í mið­bænum.

Hann hefur sótt um leyfi til þess að reisa bíl­skýli og úti­geymslu við lóðar­mörk, skyggni yfir aðal­inn­gang ein­býlis­húss, á­samt breytingum tengdum endur­skipu­lagningu lóðar, s.s. land­mótun, upp­setningu stoð­veggja og stað­setningu á heitum potti og bíla­stæðum.

Fréttablaðið/Stefán