Meðal tónlistarmanna sem héldu uppi stuðinu í brúðkaupi tónlistarmannsins Emmsjé Gauta og Jovönu Schally um helgina voru þeir Bubbi Morthens, KK og Friðrik Dór Jónsson.

Skemmtikrafturinn og grínistinn Steindi Jr. var veislustjóri, ásamt góðri vinkonu brúðarinnar, Þórunni Elvu Þorgeirsdóttur.

Parið lét pússa sig saman í Fríkirkjunni í Reyjavík á laugardaginn við fallega athöfn og var veislan haldin í Sjálandi í Garðabæ þar sem var dansað frá á rauðanótt.

Af myndum að dæma skemmtu brúðhjónin og veislugestir sér einstaklega vel.

Gauti Þeyr Másson, eins og hann heitir réttu nafni, og Jovana hafa verið trúlofuð frá árinu 2019 og eiga saman þrjú börn.