Sjón­varps­stjarnan Auðunn Blön­dal fagnaði fjöru­tíu ára af­mæli sínu í Hörpunni í gær og var engu til sparað í veislunni. Það var ekki þver­fóta fyrir sjón­varps- tón­listar og út­varps­stjörnum á svæðinu og létu heims­frægir fót­bolta­kappar á borð við Eið Smára Guð­john­sen og Rúrik Gísla­son sig ekki vanta.

Meðal þeirra sem tróðu upp í veislunni voru Herra Hnetu­smjör, Aron Can, Ingó veður­guð, Frikki Dór, Jón Jónsson og enginn annar en Páll Óskar. Þá tók Auðunn sjálfur lagið með fé­laga sínum honum Sveppa við mikinn fögnuð við­staddra.

„Hvað er skemmti­legra en að djamma með öllum sem þú dýrkar og þau eru að fagna þér?!?!“ skrifaði Auðunn á Insta­gram og virðist hann mæla ein­dregið með að halda sem oftast upp á af­mælið sitt.

Fótboltakappinn Eiður Smári Guðjohnsen gladdist hló með Sveppa og afmælisbarninu.

View this post on Instagram

My boy blue 40th bday🎉 #auddi40

A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on

Ingó veðurguð lét sig ekki vanta í teitið og tryggði sér einkaflugmann til að geta mætt í veisluna eftir gigg.

Útvarpsmaðurinn Rikki G var að sjálfsögðu á svæðinu og lét hann smella einni mynd af sér ásamt Rúriki Gíslasyni, fótboltakappa.

Mynd/Instagram

Gillz óskaði vini sínum til hamingju með skipulagshæfileikana.

Mikael Nikulásson og Steindi skáluðu fyrir afmælisbarninu.

View this post on Instagram

Afmæli hjá mínum manni. #auddi40

A post shared by Mikael Nikulásson (@kingmikebrown) on