Sumarsalat

fyrir 4

400 g risarækjur

1 rauður chilli-pipar

3 msk. ólífuolía

3 msk. chilli-sósa

200 g þurrskinka

1 búnt ferskur aspars

1 pakki jarðarber

1 poki blandað salat

0,5 dl jómfrúarolía

0,5 tsk. nýmalaður pipar

0,5 tsk. sykur

Dressing

2 msk. ólífuolía

2 tsk. balsamedik

0,5 tsk. dijon-sinnep

0,5 tsk. pipar

0,5 tsk. sykur

Hreinsið rækjurnar. Setjið þær í skál ásamt chilli-pipar, chillisósu, olíu, salti og pipar. Látið standa í að minnsta kosti 30 mínútur.

Skerið neðsta hlutann af asparsnum, þann harða. Sjóðið í söltuðu vatni í 3 mínútur og setjið síðan í ísvatn. Skolið jarðarberin og skerið í tvennt.

Hitið pönnu með olíu og steikið rækjurnar í um það bil 30 sekúndur eða þar til þær hafa tekið lit.

Setjið salatblöndu á stórt fat og raðið ofan á rækjum, aspars, skinku og jarðarberjum. Þeytið allt sem á að fara í dressinguna og dreifið yfir salatið, saltið og piprið.

Berið strax fram með góðu brauði.

Það má sleppa einhverju í þessari upptalningu og setja annað í staðinn, til dæmis vatnsmelónu eða lárperu í staðinn fyrir jarðarber eða sleppa rækjunum og vera bara með skinkuna eða öfugt. Það er líka mjög gott að hafa egg í salatinu.

Ef skinkan er valin er gott að dreifa parmesan osti yfir og bæta við ferskum mozzarella eða brie.