Kynningar

Frábær snjalltækjalausn hjá ELDEY fyrir heildsölur

Hugbúnaðarfyrirtækið ELDEY hugbúnaður var stofnað árið 2011, en það býður upp á tæknilausnir fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Lausnir sem eru sérhannaðar fyrir sölu á vöru og þjónustu.

Davíð Helgason og Jón Helgason framkvæmdastjóri. MYND/ANTON brink

Við erum með sölu og pantanaskráningar fyrir heildsölur sem taka á öllum þáttum í sölu og þjónustu, ásamt því að vera með rúnta, vöruvalslista, gátlista, myndir og fleira. Margar heildsölur landsins nota ELDEY daglega,“ útskýrir Jón Helgason framkvæmdastjóri. Fjórir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu en þeir eru allir með mikla reynslu á sínu sviði. Lausnir ELDEY byggja á því að tengja viðskiptakerfi fyrirtækja við spjaldtölvur og snjallsíma í gegnum gagnaský. Hægt er að tengja ELDEY við öll helstu viðskiptakerfi sem eru í notkun á Íslandi.

„Við höfum haldið góðum vexti í fjölgun viðskiptavina. Aðal fókusinn er á heildsölur,“ segir Jón og bætir við að það séu spennandi tímar fram undan hjá ELDEY.

„Við erum núna með í þróun „Vefverslun“ B2B sem heildsölur geta sent á viðskiptavini sína, en þá fá þeir app í símann og getað pantað eða flett upp vörum sem þá vantar. Síðan er í þróun tiltektarkerfi sem tekur við eftir að pöntun hefur verið send inn. Þetta eru einungis nokkrir punktar yfir það sem við erum að bjóða upp á og þróa. Við höfum átt í skemmtilegu samstarfi með viðskiptavinum og vinnum náið með þeim. ELDEY hefur þróast mikið í gegnum árin. Við höfum orðið varir við mikinn áhuga erlendis og erum langt komnir með að geta boðið upp á okkar lausnir á öðrum tungumálum,“ segir Jón.

Nánari upplýsingar um Eldey mobile er að finna á www.eldeysoft.is eða hjá Jóni Helgasyni: nonni@eldeysoft.is | s: 897-3696 | Facebook: Eldey Software.

Þessi grein birtist fyrst í sérblaðinu Nýsköpun á Íslandi sem fylgdi Fréttablaðinu.

Viðmótið frá ELDEY er einfalt og auðvelt í notkun fyrir viðskiptavininn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Hreyfingin hjálpar gegn tímaruglinu

Kynningar

Charging Center One hleðslustöð

Kynningar

Líkamsrækt og hlaup

Auglýsing

Nýjast

Lýtaaðgerðirnar voru mistök

María Rut og Ingileif selja; „Fyrsta íbúðin okkar saman“

Biggi í Dimmu hvetur til snið­­göngu Euro­vision

Draumahöll Huldu í Módern til sölu

Góð ráð: Hvernig búa skal bílinn undir veturinn

Fataskápur afa breytti öllu

Auglýsing