Kynningar

Frá eldhúsborði til Evrópu

eTactica hefur þróað einstakar og öflugar vörur sem gera fyrirtækjum kleift að skilja og bæta orkunotkun sína. Búnaðurinn getur sparað fyrirtækjum allt að 40% raforku og afstýrt skemmdum.

Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri eTactica ehf.

Þetta byrjaði allt árið 2009,“ segir Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri eTactica ehf., spurður út í vöxt fyrirtækisins á undanförnum árum. Hann segir að þá hafi Hilmar Ingi Jónsson rafvirki setið við eldhúsborðið heima hjá sér og hugsað með sér að gott væri að geta greint orkunotkun betur en áður hafði verið gert. Hann hafi viljað mæla orkuna og skrá rafmangsnotkun fyrir hverja grein í rauntíma. Í kjölfarið þróaði hann vélbúnað sem aflaði upplýsinga um orkunotkun. „Og okkar verkefni fyrst og fremst í þessi níu ár hefur verið að þróa og framleiða vélbúnað sem mælir þessa notkun og hugbúnað sem tekur á móti mælingunum og vinnur úr þeim.“

Vörur eTactica gera viðskiptavinum kleift að sundurliða rafmagnsnotkun og greina hana. Kristján segir að það séu helst þrjár ástæður fyrir því að stór fyrirtæki í Evrópu sjái sér hag í að kaupa vörur af eTactica. „Fyrsta ástæðan er orkusparnaður. Til þess að sjá hvers vegna viðskiptavinur okkar er að nota meiri orku en samkeppnisaðilinn þarf að sundurliða notkunina og greina hana. Með þessum búnaði geta fyrirtækin sparað allt að 40% raforku sem þýðir hjá stjórum alþjóðlegum fyrirtækjum sparnað upp á tugi ef ekki hundruð þúsunda evra á ársgrundvelli.“

Önnur ástæða segir Kristján að sé rekstraröryggi. „Ef búnaðurinn má ekki fara niður, til dæmis ef standa tíu starfsmenn sitt hvorum megin við framleiðslulínu þá eru þeir aðgerðalausir ef búnaðurinn bilar. Það að geta fylgst með því að búnaðurinn vinni eðlilega kemur í veg fyrir skemmdir sem verða vegna of mikils álags. Með vörum okkar er nefnilega hægt að læra að þekkja hegðun rafmagnsnotkunarinnar, hvernig hún er í eðlilegum fasa og svo þau frávik sem verða í kerfinu. Þá er hægt að grípa inn í áður en skaðinn er skeður. Það má segja að þetta sé forvarnaviðhald því gripið er inn í þegar þess þarf, hvorki fyrr né of seint.“

Þriðji þátturinn er umhverfisþátturinn en Kristján segir að hann verði sífellt mikilvægari, ekki síst utan landsteinanna. „Fyrir fyrirtæki í Evrópu sérstaklega þá þurfa þau að sýna fram á hver orkunotkunin er og hvaða aðgerða gripið hefur verið til þannig að hægt sé að minnka hana.“ Búnaður eTactica bætist við núverandi rafmagnsöryggi og því er lítill tilkostnaður fyrir fyrirtækin að notast við hann.

Kristján segir að eTactica selji um 80% af vörum sínum úr landi og enn séu gríðarleg sóknarfæri.

Nánar má lesa um eTactica á heimasíðu fyrirtækisins, www.etactica.is

Þessi grein birtist fyrst í sérblaðinu Nýsköpun á Íslandi sem fylgdi Fréttablaðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Kynningar

Ragnheiður Gröndal elskar Love-drykkina

Kynningar

Tilbúin fyrir Bandaríkjamarkað

Auglýsing

Nýjast

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Eld­húsið færir hana nær heima­slóðunum

Auglýsing