Lífið

Fótbrotinn eftir „aumingjalegt“ stökk á Stiga-sleða

Sigmar Guðmundsson fótbrotnaði á Miklatúni í dag. Fréttablaðið ræddi við hann á slysadeildinni.

Sigmar segir að þetta sé það aumingjalegasta sem komið hafi fyrir hann.

Maður á að fara varlega í að kenna fimm ára gömlum drengjum á Stiga-sleða,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið af slysadeild Landspítalans. Hann fótbrotnaði í dag þegar hann renndi sér á sleða niður stutta brekku á Miklatúni.

Júlíana Einarsdóttir, unnusta Sigmars, náði myndbandi af atvikinu. Sigmar baðst hins vegar undan því að myndbandið yrði birt með fréttinni. „Þetta er sennilega það aumingjalegasta sem hefur komið fyrir mig á lífsleiðinni. Mjög líklega. Farturinn er óskaplega lítill, stökkbrettið er pínulítið og byltan ótrúlega aumingjaleg,“ segir Sigmar um málsatvik.

Það var fótleggurinn á Sigmari sem lét undan við salíbununa. Hann verður að sögn á hækjum í sex vikur.

Sigmar, á meðan allt lék í lyndi, andartaki áður en hann brotnaði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Lífið

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Matur

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Auglýsing

Nýjast

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Dásamlegar heimagerðar beyglur

Ás­dís Rán setur Söru Heimis stólinn fyrir dyrnar

Crowninn eins og elsta barnið

Auglýsing