Fót­boltaparið Fjalar Þor­geirs­son, mark­manns­þjálfari FH og Mál­fríður Erna Sigurðar­dóttir, lands­liðs­kempa og leik­maður Stjörnunnar, hafa sett íbúð sína í Stiga­hlíð á sölu. Um er að ræða fal­lega og bjarta íbúð með sér­inn­gangi á fyrstu hæð og bíl­skúr.

Í­búðin er sex her­bergja og 202,1 fer­metri að stærð. Húsið er teiknað af Kjartani Sveins­syni arki­tekt og hafa Fjalar og Mál­fríður aug­ljós­lega hugsað vel um í­búðina. Eignin er mikið endur­nýjuð, bæði að innan og utan. Fótboltaparið vill tæpar hundrað milljónir fyrir slotið.

Í­búðin skiptist í stóra, opna, bjarta stofu og borð­stofu með góðri tengingu við fal­legt og stórt eld­hús, sér­þvotta­hús inn­af eld­húsi. Þar er að finna fjögur svefn­her­bergi, rúm­gott bað­her­bergi með baði og sturtu. Þá blasir við stórglæsileg for­stofa, og þarna er að finna gesta­klósett, rúm­góðan bíl­skúr og að sjálfsögðu er geymsla í kjallara.

Þá státar fót­boltaparið af stórum svölum. Þær snúa til suðurs og vesturs. Í­búðin er á frá­bærum stað, vin­sælum í Hlíðunum. Skólar á öllum stigum í göngu­fjar­lægð, í­þrótta­svæði Vals, á­samt fjöl­breyttri verslun og þjónustu í Suður­veri og Kringlunni.

Mynd/Eignamyndbönd
Mynd/Eignamyndbönd
Mynd/Eignamyndbönd
Mynd/Eignamyndbönd
Mynd/Eignamyndbönd
Mynd/Eignamyndbönd
Mynd/Eignamyndbönd
Mynd/Eignamyndbönd
Mynd/Eignamyndbönd
Mynd/Eignamyndbönd
Mynd/Eignamyndbönd
Mynd/Eignamyndbönd
Mynd/Eignamyndbönd