Í dag eru tuttugu og fimm ár eru síðan fyrsti þátturinn af sjón­varps­þátta­röðinni Fóst­bræður fór í loftið. Jón Gnarr, einn höfunda þáttanna, greinir frá þessu á Face­book-síðu sinni.

„Í dag ku vera ná­kvæm­lega 25 ár síðan fyrsti Fóst­bræðra­þátturinn var sýndur. Þetta var of­boðs­lega mikil vinna en líka ó­trú­lega skemmti­legt. We were on a mission from God!“ segir Jón Gnarr í færslunni.

Þættirnir voru í loftinu á árunum 1997 til 2001 og á því tíma­bili voru 39 þættir gefnir út.

Jón þakkar höfundum og leikurum þáttanna í færslunni en það voru Sigur­jón Kjartans­son, Þor­steinn Guð­munds­son, Helga Braga Jóns­dóttir, Gunnar Jóns­son, Hilmir Snær Guðnar­son og Bene­dikt Er­lings­son.

„Hver dagur í Fóst­bræðrum var ein­stakt ævin­týri. Þetta var eitt erfiðasta en líka skemmti­legasta tíma­bil ævi minnar,“ segir Jón.

Þá rifjar Jón upp gamla sketsa sem komu fram í þáttunum. „Þessi skets var alveg smá erfiður,“ sagði hann á Twitter.