Í þættinum Matur og heimili á Hring­braut í kvöld heim­sækir Sjöfn Þórðar veiði­húsið Foss­gerði við Selá á Austur­landi. Selá er ein þekktasta lax­veiði­á landsins, sem kemur upp af há­lendinu ofan byggða í Vopna­firði og fellur til sjávar í firðinum.

Að­búnaður við Selá er allur eins og hann getur best orðið við veiði­á. Foss­gerði er ný­legt og stór­glæsi­legt veiði­hús stendur við ána og er það með öllum þægindum eins og á góðu 5 stjörnu hóteli. Búið er að fara í gagn­gerar endur­bætur innan­húss auk þess að búið er að bæta við auka svítu eða í raun íbúð með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér í náttúru­para­dís sem þessari.

Gísli Ásgeirsson, rekstrarstjóri veiði­hússins Foss­gerði við Selá á Austur­landi, segir að vandað hafi verið vel til verka og hugsað fyrir hverju smáatriði þegar farið var í endurbætur á húsinu.
Fréttablaðið/Hringbraut

Sjöfn hittir Gísla Ás­geirs­son rekstrar­stjóra sem opnar dyrnar og leyfir Sjöfn að skyggnast inn í heim veiði­mannsins við Selá sem er sann­kallaður drauma­heimur. Gísli segir að vandað hafi verið til verka og hugsað fyrir hverju smá­at­riði þegar farið var í endur­bæturnar.

„Húsið er hannað af Helga Hjálmars­syni en val á munum og fyrir­komu­lagi að innan sá Nadine Bart­holi­mew frá Noam arki­tektum í London. Allt kapp var lagt á fella og stað­setja húsið í um­hverfið með þeim hætti að það sæti í lands­laginu eins og það ætti þar heima. Rekstur á húsinu miðar að því að menga sem minnst og helst ekkert. Af­falls­vatn frá sund­lauginni er notað til hús­hitunar, matur úr nær­um­hverfi, um­hverfis­væn þvotta­efni og hreinsi­vörur, og húsið að ein­hverju leyti hannað með þetta í huga,“ segir Gísli.

„Hér gerast töfrarnir og hér fara líka gestirnir á trúnó, það er eitt­hvað við um­hverfið sem veitir vel­líðan og af­slöppun,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, bryti, lífkúnstner og matgæðingur með meiru.
Fréttblaðið/Hringbraut

Þegar Sjöfn biður Gísla að lýsa upp­lifuninni að vera í Foss­gerði var Gísli fljótur að svara: „Besta og þægi­legasta í heimi.“

Það er ekki bara hí­býlin sem laða að og ylja, það er líka þjónustan og matar­gerðin sem er fram­úr­skarandi. Þar standa vaktin Jóhann Gunnar Arnar­son bryti, lífs­kúnstner og mat­gæðingur með meiru betur þekktur sem Jói Bötler og eigin­kona hans Kristín Ólafs­dóttir fram­reiðslu­meistari. Þau eru annáluð fyrir að vera ein­stakir gest­gjafar og bjóða þau upp á matar­upp­lifun fyrir gesti veiði­hússins sem á sér enga líka.

„Við elskum að vera hér í veiði­húsinu og dekra við gesti okkar. Við erum svo heppin að hafa há­gæða hrá­efni hér í nær­um­hverfinu sem við getum boðið upp á og svo er dá­sam­legt að vera hér í sveitinni,“ segja þau Jóhann og Kristín sem eru á­vallt kölluð Jói og Kid­dý,

„Hér gerast töfrarnir og hér fara líka gestirnir á trúnó, það er eitt­hvað við um­hverfið sem veitir vel­líðan og af­slöppun,“ segir Jói og brosir.

Missið ekki af ein­stöku inn­liti í Foss­gerði í þættinum Matur og heimili í kvöld á Hring­braut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hér má sjá brot úr þætti kvöldsins: