Lífið

Ís­lendingar rasandi á Twitter eftir Kast­ljós í gær

Óhætt er að segja að þau viðtöl sem Alda Karen Hjaltalín hefur farið í að undanförnu hafi vakið hörð viðbrögð. Hún hefur fyllt Eldborgarsalinn í Hörpu og hyggur á fyrirlestur í Laugardalshöll um helgina. Skilboð hennar vegna andlegra sjúkdóma hafa vakið hörð viðbrögð.

Fyrirlestrar Öldu Karenar vekja mikla athygli.

Viðtal Kastljóss við áhrifavaldinn og fyrirlesarann Öldu Karen Hjaltalín vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Í gær og í dag hefur færslum rignt inn á miðilinn, og raunar fleiri samfélagsmiðla. „Ég þarf að horfa á svona sjö Klovn þætti í röð til að jafna mig á þessu ógeðslega óþægilega Kastljós viðtali,“ skrifar einn notandinn.

Alda Karen verður með fyrirlestur í Laugardagshöll um helgina sem ber yfirskriftina: LIFE Masterclass: Into Your Mind. Í lýsingu á viðburðinum segist Alda ætla að svara öllum þeim spurningum um lífið og heilann sem hún hefur fengið í gegn um tíðina.

Alda Karen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að beina þeim tilmælum til þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir að hugsa með sér „Ég er nóg“. Frasinn hefur sannarlega farið á flug.

Í Kastljósi í gær var Alda Karen gagnrýnd harðlega fyrir að reyna að telja fólki trú um að einföld lausn væri til á sjálfsvígshugsunum. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur sagði í viðtalinu að það væri ábyrgðarhlutur og „siðferðislega rangt“ að tala með þessum hætti. 

Alda Karen, sem fyllt hefur Eldborgarsalinn í Hörpu með fyrirlestrum sínum, tók sumpart undir gagnrýnina og sagðist ekki hafa komið skilaboðunum rétt frá sér. Hún upplýsti að hún liti á það sem hlutverk sitt að beina fólki í sjálfsvígshugsunum til fagaðila.

Fleiri sálfræðingar hafa gagnrýnt Öldu Karen og segja hana með málflutningi sínum gera lítið úr alvarlegum og flóknum vanda. Orð hennar geti aukið á vanlíðan þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir.

Á Youtube má finna myndbrot af Öldu Karen þar sem hún talar um þunglyndi. Þar segist hún vera þakklát fyrir að hafa glímt við þunglyndi og tekur undir með spyrlinum að þunglyndi hafi verið „dulbúin gæfa“.

Óhætt er að segja að Kastljósviðtalið hafi farið misjafnlega í fólk, ef marka má Twitter. Fáeinir koma henni til varnar, margir gera grín en allnokkur en margir virðast rasaandi og gefa ekkert fyrir „lykla“ hennar að lífsgátunni.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur af þeim tístum sem notendur birtu um Öldu Karen í gær og í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Lífið

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Matur

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Auglýsing

Nýjast

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Dásamlegar heimagerðar beyglur

Ás­dís Rán setur Söru Heimis stólinn fyrir dyrnar

Crowninn eins og elsta barnið

Auglýsing