Borgar­bóka­safnið Grófinni stendur í dag fyrir við­burðinum Hin­segin út­gáfa | Er hægt að lifa án for­tíðar? þar sem hollenski rit­höfundurinn og lista­maðurinn Simon(e) van Saar­loos mun kynna bók sína Take ‘Em Down. Í bókinni sækir van Saar­loos inn­blástur í líf hin­segin fólks sem sagan hefur þurrkað út og hug­leiðir hvort og hvernig hægt sé að lifa án for­tíðar. Um leið gagn­rýnir hán hvernig hið hvíta minni – þar á meðal hennar eigið – hefur tekið sumum sögum sem sjálf­sögðum hlut á sama tíma og aðrar sögur hafa verið þurrkaðar út.

Auk van Saar­loos mun mann­fræðingurinn Inga Dóra Björns­dóttir flytja erindi undir yfir­skriftinni Minnis­varðar: Tákn sak­lauss stolts eða valds og yfir­ráða? Þá verður sýnt brot úr mynd­bandinu Sögu­legur and­legur titringur – geim­­ferða­­á­ætlun frá sam­vinnu­hópnum Herring, Iron, Gun­powder, Humans & Sugar (HIG­HS).

Við­burðurinn hefst klukkan 17 í Borgar­bóka­safni Grófinni. Að­gangur er ó­keypis og allir vel­komnir.

Simon(e) van Saar­loos er hollenskur rit­höfundur og heim­spekingur. Hán er höfundur fjögurra bóka, sem tvær hafa verið þýddar á ensku: Playing Monoga­my (Publi­cation Stu­dio, 2019) og Take 'Em Down um dreifða minnis­varða og hin­segin gleymsku.

Inga Dóra Björns­dóttir er mann­fræðingur að mennt og starfaði sem að­junkt við mann­fræði­deild há­skólans í Kali­forníu, Santa Barbara. Eftir Ingu Dóru liggja tvær ævi­sögur, Ólöf eski­mói og Kona þriggja eyja, en hún líka hefur skrifað mikið um þjóð­ernis­hyggju, kyn­gervi og ís­lensku kvenna­hreyfinguna.

Herring, Iron, Gun­powder, Humans & Sugar (HIG­HS) er sam­vinnu­hópur sem hefur starfað frá 2017 skipaður af jamaíska dansaranum Olando Whyt­e og sænsku lista­konunni Rut Karin Zet­ter­gren.