For­svars­menn ADHD Norður­land gleymdu að til­taka hve­nær sam­tökin ætla sér að efna til opins spjall­fundar um starf ADHD sam­takanna í aug­lýsingu helguðum við­burðinum. Þeir tóku einungis fram hvar fundurinn verður. Vakin er at­hygli á Face­book í dag og þykir mörgum þetta ansi fyndið í ljósi þess að um er að ræða ADHD sam­tökin. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 17.október klukkan 20:00.

„ADHD Norður­land efnir til opins spjall­fundar um starf ADHD sam­takanna, þær á­skoranir sem fólk með ADHD mætir í dagsins önn og hvernig hægt er að auka lífs­gæði okkra allra,“ segir í aug­lýsingunni. Því næst er tekinn fram staður og stund og að enginn að­gangs­eyrir sé inn á við­burðinn og heitt á könnunni.

„Sumt er bara of gott til að vera satt...#adhd #hvaða­dag? #gleyma­ein­hverju,“ skrifar Hrafn­dís Bára sem er sú fyrsta til að vekja at­hygli á skondnum mis­tökum aug­lýs­enda.

Aug­lýsingin ratar svo alla leið inn á Face­book hóp fólks með ADHD á Ís­landi. Þar deilir Bene­dikt Karl Grön­dal færslunni og segir að um sé að ræða það fyndnasta sem hann hafi séð. „En tengi samt svo mikið!“

Fréttablaðið/Skjáskot