Lista­maðurinn Katrín Agnes Klar opnar einka­sýninguna Pictures/Myndir í galleríinu Harbing­er á morgun en prent­verkið Mynd prýðir for­síðu Frétta­blaðsins í dag.

Í list sinni nýtir Katrín sér gjarnan al­mennings­rými og segir hún Frétta­blaðið hafa sam­ræmst list­rænni sýn hennar einkar vel í ljósi út­breiðslu blaðsins.

„Mér fannst það eigin­lega verða að vera Frétta­blaðið. Því það er eina blaðið sem er frítt og flestir hafa að­gang að óháð heimilis­fjár­hag,“ segir Katrín.

Verkið á for­síðu Frétta­blaðsins saman­stendur af einni pensil­stroku sem er gerð með mynd­vinnslu­for­ritinu Photos­hop og er í sama lit og ein­kennislitur blaðsins.

Verkið var sett upp af fram­leiðslu­deild Frétta­blaðsins og prentað í prent­smiðju blaðsins. Þar með eru les­endur í raun orðnir eig­endur prent­lista­verks.

Verkið var sett upp af fram­leiðslu­deild Frétta­blaðsins.

Frétta­blaðið er einnig að vissu leyti efni­viður og um­fjöllunar­efni sýningar Katrínar og hyggst hún sýna for­síðu blaðsins í dag á­samt öðrum verkum í Harbin­ger.

„Mótífið á Frétta­blaðinu er í sam­tali við hin verkin þannig að það verður gaman að sýna sýninguna sjálfa í næstu viku. Ég ætla ein­mitt líka að sýna for­síðuna á sýningunni,“ segir Katrín.