Rúmlega 200 þátttakendur voru skráðir í bæði hlaupin sem í boði voru og álíka margir í hvort hlaup. Nokkrir hlupu í báðum hlaupum. Annars vegar var í boði að hlaupa eina mílu eða rétt rúma 1,6 kílómetra, og hins vegar 5 kílómetra. Fyrra hlaupið var í nágrenni íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanesi en hitt var öllu stærri hringur sem náði að hlaðinu á Bessastöðum þar sem hlaupararnir sneru við til baka.

Forsetahlaupið 2

Guðni tók þátt í báðum hlaupunum og afhenti verðlaun í fjórum flokkum, karla- og kvennaflokki og stúlkna og ungmennaflokki þátttakenda undir 16 ára aldri.

Að hlaupum loknum var þátttakendum og öllum gestum viðburðarins boðið upp á pylsur og með því til að kæla sig niður eftir hlaupin í sólinni.

Forsetahlaup UMFÍ er síðasti viðburðurinn í Íþróttaveislu UMFÍ og UMSK sem haldin var í sumar. Hinir viðburðirnir eru Drulluhlaup Krónunnar og Hundahlaup UMFÍ og Non-stop dogwear sem fóru fram í ágúst og heppnuðust afar vel.

Hér fyrir neðan má svipmyndir frá hlaupinu í morgun.

Forsetahlaupið 3

Forsetahlaupið 4

Forsetahlaupið 5

Forsetahlaup_Tjörvi Týr Gíslason_

Forsetahlaupið 6

Forsetahlaup 7

Forsetahlaup_Tjörvi Týr Gíslason_03-09-22 4.jpg

Forsetahlaup_Tjörvi Týr Gíslason_03-09-22 12.jpg

Forsetahlaup_Tjörvi Týr Gíslason_03-09-22 14.jpg

Forsetahlaup_Tjörvi Týr Gíslason_03-09-22 18.jpg