Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, fagnar því að vera í hópi þeirra 65 prósent Ís­lendinga sem eru full­bólu­settir. For­setinn var bólu­settur með seinni sprautu AstraZene­ca í dag líkt og margir aðrir, eins og Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir.

Guðni segir í færslu sem hann birti á sam­fé­lags­miðlum em­bættisins í dag að létt hafi verið yfir fólki í Laugar­dals­höllinni og að fag­leg fram­ganga starfs­fólks hafi vakið að­dáun og traust.

„Við megum gleðjast yfir þeim góða árangri sem fengist hefur með sam­stilltu á­taki hér heima fyrir en munum um leið að til að stöðva út­breiðslu CO­VID-19 þarf að út­rýma veirunni um allan heim.“

Færsla for­setans er að­gengi­leg hér að neðan.