Bók­mennta­kötturinn Nói, „þróunar­stjóri For­lagsins“, er látinn á þrettánda aldurs­ári. Nói er mörgum rit­höfundum og bóka­unn­endum kunnur en hann hefur verið eins og grár köttur (sem hann vissu­lega var) á skrif­stofu bóka­út­gáfunnar For­lagsins á Bræðraborgarstíg í meira en ára­tug.

Jóhann Páll Valdimars­son, stofnandi JPV-út­gáfu og fyrrum út­gefandi For­lagsins, greindi frá fregnunum á Face­book-síðu sinni.

„Það hryggir mig inni­lega að til­kynna and­lát Nóa. Hann dó í morgun eftir að hafa lent í slysi í nótt. Nói var stór­brotinn köttur, al­gjör nagli en undur­við­kvæmur undir niðri. Hann skilur eftir stórt tóm í hjarta okkar í fjöl­skyldunni og reyndar fleiri. Nú verðum við að reyna að fylla tómið með yndis­legum minningum,“ skrifar Jóhann Páll.

For­lagið til­kynnti einnig um and­látið á Face­book en Nói var gjarnan kallaður þróunar­stjóri For­lagsins, svo náinn var hann starfs­fólki og rit­höfundum út­gáfunnar.

„Elsku Nói, þróunar­stjóri For­lagsins, kvaddi okkur í dag. Hann er búinn að vera með okkur í 11 ár og upp á hvern einasta dag tók hann fyrir­tækið út, kannaði birgða­stöðuna, velti fyrir sér hand­ritum og bóka­kápum, losaði okkur við penna og teygjur og sá um að streitan færi ekki með okkur á á­lags­tímum. Hans verður sárt saknað.“

Skjáskot/Facebook