Menning

Forlagið nældi í höfund Forbrydelsen

Forlagið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Kastaníumanninum, fyrstu bók Sørens Sveistrup sem er þekktastur fyrir handrit hinna gríðarvinsælu dönsku sjónvarpsþátta Forbrydelsen.

Höfundur dönsku glæpaþáttanna Forbrydelsen er hæstánægður með að fyrsta skáldsaga hans hafi fengið góðan hljómgrunn. Forlagið gefur hana út á íslensku á næsta ári.

Forlagið festi sér útgáfuréttinn á Kastaníumanninum, fyrstu bók Sørens Sveistrup, eftir spennuþrugna andvökunótt. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundarins sem þekktastur er fyrir handrit hinna gríðarvinsælu dönsku sjónvarpsþátta Forbrydelsen, Glæpurinn, sem sýndir voru víða um heim og meðal annars við miklar vinsældir á Íslandi.

„Þetta er ein af þeim bókum sem lesandinn leggur ekki frá sér fyrr en að lestri loknum, jafnvel þótt það kosti vöku heila nótt í miðri vinnuviku,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, verkefnastjóri útgáfu hjá Forlaginu.

„Það var löng nóttin áður en við gerðum tilboð í bókina en sannarlega þess virði,“ segir Stella og bætir við að aðdáendur Forbrydelsen og lesendur spennusagna eigi von á góðu. Bókin kemur út á íslensku á fyrri hluta næsta árs og hefur þegar verið seld til tuttugu landa um heim allan.

„Kastaníumaðurinn er fyrsta skáldsagan sem ég skrifa og ég var rétt nýbúinn að jafna mig á því að bókin væri að koma út í Danmörku þegar mér var sagt að búið væri að selja hana til tuttugu annarra landa,“ segir Søren. „Ég er himinlifandi að bókin mín sé að koma út hjá Forlaginu.“

Kastaníumaðurinn segir frá rannsókn lögreglutvíeykisins Thulins og Hess á óhugnanlegum morðum raðmorðingja sem skilur eftir litla fígúru úr kastaníuhnetum á morðstaðnum.

Málið virðist tengjast hvarfi tólf ára dóttur félagsmálaráðherra Danmerkur ári áður og fyrr en varir eru lögreglumennirnir komnir í kapphlaup við tímann og morðingjann. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Nýja og gamla Ísland á tónleikum í Hörpu

Menning

Eins og heimkoma eftir öll þessi ár

Menning

Tveir turnar í Hörpu – hver stjórnaði?

Auglýsing

Nýjast

Verðlaunahátíðin tileinkuð Arethu Franklin

Fullorðin Solla stirða togar, teygir og liðkar líkama

Pútín og Merkel leita að góðu heimili

Þriggja herbergja blokkaríbúð á 102 milljónir

Öllu vanari kuldanum

Boð­ar end­ur­kom­u á skjá­inn eft­ir á­sak­an­ir um nauðg­un

Auglýsing