Una er dóttir Önnu Steinunnar Ólafsdóttur uppeldis- og menntunarfræðings, og Stefáns S. Stefánssonar saxófónleikara. Hún birti á dögunum myndir af tveimur litlum fuglahúsum, ásamt seríu, sem hanga í tré í garði æskuheimilisins.

Þekkja kettina í hverfinu

„Foreldrar mínir eru með fullt af finkum og þröstum í fæði hjá sér og hafa mikið fyrir því,“ segir Una í færslunni. „Þau þekkja þá í sundur, nefna þá og núna eru þau búin að skreyta hjá þeim.“

Henni þykir þó ekki mikið til skrautsins koma, en segir í gamansömum tón: „Ein lítil seríuflækja inn í miðju tré.“

„Þetta er svo ógeðslega random, fyndið og sætt. Ég tryllist,“ segir Una.

Hún segir foreldrana duglega að gæta fuglanna fyrir áhuga hverfiskatta. „Þau vita upp á hár hvaða kettir reyna eitthvað og hverjir eru bara að skoða.“

Svo hlaupi þau út æpandi ef einhver komi of nálægt.

Hún segir föður sinn þó tregan til að gangast við fuglaáhuganum: og vísar í samtal foreldra sinna:

„Pabbi: já þetta er nú aðallega svo við getum séð þá betur í myrkrinu.
Mamma: Stefán, þú sagðir sjálfur að þið vildir hafa jólalegt hjá þeim.“