Fjöl­marg­ir for­eldr­ar hafa upp­lýst um van­þekk­ing­u sína á notk­un á end­a­þarms­stíl­um fyr­ir börn í um­ræð­um á sam­fé­lags­miðl­in­um Twitt­er síð­ust­u daga.

Þar upp­lýs­ir leik­ar­inn Guð­mund­ur Fel­ix­son að það eigi að setj­a flat­a end­ann á und­an, en ekki þann odd­mjó­a. Fjöl­marg­ir lýsa því í at­hug­a­semd­um að hafa ekki haft hug­mynd um þett­a, en sum­ir segj­a frá því hvern­ig þau kom­ust að því, og hunds­a það.

Upp­lýs­ing­arn­ar fær Guð­mund­ur úr sér­lyfj­a­skrá en þar seg­ir um notk­un stíl­ann­a: „Stíl­an­a á að setj­a í end­a­þarm­inn með flat­a end­ann á und­an. Ekki má skipt­a stíl­un­um.“

Guð­mund­ur, eins og marg­ir aðr­ir, lýs­ir yfir undr­un á þess­u og spyr í færsl­u sinn­i hvort að fólk hafi al­mennt haft vit­neskj­u um þetta.

Svör fólks, þar á með­al ráð­herr­a, má sjá hér að neð­an.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra, viðurkennir hér að á sínum tíu ára ferli sem móðir hafi hún ekki haft vitneskju um þetta heldur.

Hafið þetta í huga:

Þá hafa þónokkrir viðurkennt að hafa vitneskjuna en gefist upp og notað hina leiðina.

Einhverjir giska á það að mögulega sé þetta til að vernda endaþarminn.

Svo eru aðrir sem telja að um þýðingarvillu sé að ræða.