Það hefur verið mikið fagnað um land allt og í sjálfri Tel Aviv í kvöld þar sem fyrri Euro­vision undan­keppninni lauk í kvöld og eins og al­þjóð veit komst Ís­land loksins á­fram í úr­slita­keppninni eftir fimm ára bið. Þar á meðal voru foreldrar Hatara sem voru í skýjunum eftir kvöldið.

Foreldrar Hatara mættu á svæðið nú á dögunum til að fylgjast með sínu fólki í keppninni og eins og sjá má á myndum á­kváðu þau að skála þeim til heiðurs í kvöld, enda ekki á hverjum degi sem Ís­land kemst á­fram í Euro­vision.

Full­trúar Frétta­blaðsins, þeir Bene­dikt Bóas Hin­riks­son og Ingólfur Grétars­son eru á svæðinu í Tel Aviv og munu að sjálf­sögðu verða með puttann á púlsinum í öllu því sem við­kemur úr­slita­keppninni. Ís­land mun koma til með að stíga á svið í síðari hluta úr­slitanna næst­komandi laugar­dag en Klemens Hannigan sá til þess á blaða­manna­fundi kepp­enda nú fyrir skemmstu.

Gleðin var við völd í kvöld.
Fréttablaðið/Ingólfur Grétarsson